Skip to Content
Vistbyggðaráð
 • Vistbyggðarráð auglýsir eftir framkvæmdastjóra
  Við leitum eftir drífandi einstaklingi til að starfa með stjórn Vistbyggðarráðs að fjölbreyttum og spennandi verkefnum. Um er að ræða hálft stöðugildi. Umsóknir berist formanni stjórnar, Elínu Vignisdóttur (ev@verkis.is). 
  Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til og með 7. júlí. 
  22. júní - 15:21
 • Erindi í H.Í um þýska umhverfisvottunarkerfið DGNB
  Vakin er athygli á áhugaverðu  erindi um umhverfisvottunarkerfið DGNB sem haldin verður í Öskju- stofu 131, þann 15. júní næstkomandi kl. 15. Erla Björg Aðalsteinsdóttir mun flytja fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í umhverfis- og auðlindafræði. 
  Heiti verkefnisins er:
  Sjálfbær skipulagsgerð á Íslandi. Notkunarmöguleikar DGNB umhverfisvottunarkerfisins.Hér má skoða auglýsingu um fundinn á vef H.Í.

  13. júní - 13:44
 • Vistsporið, annað tölublað 2016 komið út
  Vistbyggðarráð gefur út fréttabréfið Vistsporið 2-3 á ári. Þetta er 6.árið sem það kemur út en markmiðið með útgáfu þess er að fræða aðila og aðra áhugasama um starfsemina, segja frá því helsta sem gert hefur verið og hvað er á döfinni. Í þessu nýjasta tölublaði er m.a. sagt frá aðalfundi félagsins sem haldinn var í vor, nýjum aðildafélögum, fjölsóttu námskeiði um vistvænt skipulag, útgáfu samnorrænna leiðbeiningar um vistvænt byggingarefni,og fleira. Hægt er að sækja blaðið með því að smella hér.
  01. júní - 16:42
 • Samnorræn viðmið um vistvæn byggingarefni
  Fjölmargir fasteignaeigendur og framkvæmdaaðilar hafa áhuga og metnað til þess að notast við vistvæn byggingarefni við viðhald bygginga og nýframkvæmdir, en eru ekki endilega vissir um við hvað eigi að miða þegar byggingarefni er valið eða hvernig eigi að tilgreina vistvænt byggingarefni í hverju verkefni fyrir sig. Vistbyggðarráðin í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Íslandi hafa nú lokið vinnu við gerð viðmiðunarreglna um það hvernig hægt er að tilgreina vistvæn byggingarefni fyrir innkaup.Hægt er að nálgast öll gögn úr verkefninu hér á heimasíðunni undir fræðsla og miðlun. 
  31. Maí - 12:22

Vistbyggðarráð

Tilgangur Vistbyggðarráðs er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Samtökin skulu hvetja til stöðugra umbóta í anda sjálfbærrar þróunar í mannvirkjagerð og skipulagi og stuðla þannig að því að þjóðin geti ávallt búið við heilbrigð og góð lífsskilyrði í vistvænni byggð.