Skip to Content
Vistbyggðaráð
 • Hagsmunasamtök áhugamanna um smáheimili

  Á Íslandi eru nú starfandi samtökin Hagsmunasamtök áhugamanna um smáheimili (HÁS) sem vinna að því að auka fjölbreytni í byggðarþróun á Íslandi með áherslu á smáheimili.  Fyrir þá sem hafa áhuga á því að fylgjast með starfsemi HÁS og þeim vinnuhópum sem þar eru starfandi, þá er hægt að fara á Facebook síðu samtakanna hér.  

  28. Nov - 10:42
 • Visthús á Íslandi, af hverju og hvernig? Opinn fundur 10. nóvember
  Verkfræðistofan VSB býður til opins fundar um visthús á Íslandi. 

   Þann 10. nóvember klukkan 14:30 býður verkfræðiskrifstofan VSB til opins fundar um visthús á Íslandi. VSB er eitt af aðildarfyrirtækjum Vistbyggðarráðs.

    

   •  Taka skal fram að fundurinn fer hins vegar fram í BREEAM vottuðu húsi Náttúrufræðistofnunnar Íslands í Urriðaholti. (Urriðaholtsstræti 6-8, 212 Garðabær) 

    

    

    

      10. Nov - 09:12
     • Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir ráðin í starf framkvæmdastjóra Vistbyggðarráðs

      Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Vistbyggðarráðs, hún tók til starfa þann 1.október. Þórhildur lauk námi í orku-  og umhverfisverkfræði við tækniháskólann í  Þrándheimi 2004. Þórhildur tekur við starfi framkvæmdastjóra af Sigríði Björk Jónsdóttur sem sinnt hefur starfinu frá 2010, en hverfur nú til annarra starfa.  


      06. Oct - 14:46
     • Vistbyggðarráð tekur þátt í fundi fólksins
      Dagana 2. og 3. september næstkomandi fer fram lífleg tveggja daga lýðræðishátíð í Norræna húsinu um samfélagsmál sem ber yfirskriftina, fundur fólksins. Þar mun Vistbyggðarráð leiða umræðu um hugmyndir um rýmisþörf fólks og hvernig hún er að breytast með auknum kröfum almennings um vistvænni lífsstíl og vistvæna þróun borga og þéttbýlisstaða. Viðburðurinn, metrar á mann, fer fram í gróðurhúsinu kl. 16:00 föstudaginn 2. sept og kl. 13:00 laugardaginn 3. sept.
      13. Sep - 15:27

     Vistbyggðarráð

     Tilgangur Vistbyggðarráðs er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Samtökin skulu hvetja til stöðugra umbóta í anda sjálfbærrar þróunar í mannvirkjagerð og skipulagi og stuðla þannig að því að þjóðin geti ávallt búið við heilbrigð og góð lífsskilyrði í vistvænni byggð.