Skip to Content
Vistbyggðaráð
 • Samnorræn viðmið um vistvæn byggingarefni
  Fjölmargir fasteignaeigendur og framkvæmdaaðilar hafa áhuga og metnað til þess að notast við vistvæn byggingarefni við viðhald bygginga og nýframkvæmdir, en eru ekki endilega vissir um við hvað eigi að miða þegar byggingarefni er valið eða hvernig eigi að tilgreina vistvænt byggingarefni í hverju verkefni fyrir sig. Vistbyggðarráðin í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Íslandi hafa nú lokið vinnu við gerð viðmiðunarreglna um það hvernig hægt er að tilgreina vistvæn byggingarefni fyrir innkaup.Hægt er að nálgast öll gögn úr verkefninu hér á heimasíðunni undir fræðsla og miðlun. 
  24. Maí - 10:21
 • Málþing um vistvottun skipulags Urriðaholts
  Málþing um vistvottun skipulags Urriðaholts í Garðabæ verður haldið þriðjudaginn 10. maí næstkomandi. Málþingið verður haldið í húsnæði Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti og hefst kl. 15:30. Að málþinginu standa Garðabær, Urriðaholt ehf. og Vistbyggðarráð og er það öllum opið. Sjá dagskrá hér.
  Nú er hægt að skoða fyrirlestra og fleiri fréttir á vef Urriðaholts. 
  23. Maí - 12:11
 • Á degi umhverfisins
  Í dag, þann 25.apríl er dagur Umhverfisins. Í tilefni þess vill Vistbyggðarráð vekja athygli á því að samkvæmt tölum sem umhverfisstofnun sameinuðu þjóðanna (UNEP) hefur tekið saman, nota byggingar um 40%af allri orku sem framleidd er í heiminum, 25% af vatnsforðanum og til þeirra (mannvirkja) má rekja allt að 1/3 af losun gróðurhúsalofttegunda. Með því að byggja vistvænni byggingar, velja vistvænni byggingarefni, nýta rými á hagkvæman hátt og fara vel með orku og aðrar auðlindir við bæði nýframkvæmdir og viðhald, getum við breytt miklu og dregið verulega úr umhverfisáhrifum byggðar.
  25. apríl - 17:14
 • Vistbyggðarráð stækkar
  Vistbyggðarráð eru óháð félagasamtök sem eru fjármögnuð með aðildagjöldum og tilfallandi verkefnastyrkjum. Að samtökunum standa nú 39 aðildafélög, stofnanir og fyrirtæki sem styðja við starfsemina með árlegu aðildagjaldi, en taka einnig virkan þátt í starfinu eftir atvikum. Á árinu 2016 hafa tvö fyrirtæki og ein stofnun gerst aðilar að Vistbyggðarráði. Þetta eru SérEfni ehf., Mosraf ehf og Vegagerðin og langar okkur til að kynna þessa nýjustu viðbót og væntum góðs af samstarfinu.
  25. apríl - 16:51

Vistbyggðarráð

Tilgangur Vistbyggðarráðs er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Samtökin skulu hvetja til stöðugra umbóta í anda sjálfbærrar þróunar í mannvirkjagerð og skipulagi og stuðla þannig að því að þjóðin geti ávallt búið við heilbrigð og góð lífsskilyrði í vistvænni byggð.