Skip to Content
Vistbyggðaráð
 • Starfsemi Vistbyggðarráðs
  Starfsemi Vistbyggðarráðs verður takmörkuð næstu vikur vegna námsleyfis og þar með lækkun á starfshlutfalli Framkvæmdastjóra. Starfshlutfallið eykst á ný í janúar. Vistbyggðarráð óskar öllum gleðilegrar aðventu
  28. Nov - 09:12
 • Byggjum vistvænt! Byko býður heim

  Morgunverðarfundur hjá Byko í breidd föstudaginn 27. október klukkan 08:30 til 10:00.

  Allir velkomnir, léttar kaffiveitingar.  

  23. Oct - 11:09
 • Takk fyrir komuna á málstofuna um BREEAM

  Takk kærlega fyrir komuna á málstofuna um BREEAM í gær. Við fengum skemmtilega og fróðlega fyrirlestra bæði um BREEAM kerfið frá Lee Chaston fra BRE International og reynsluna af því frá Reykjavíkurborg, frá Birni Guðmundssyni. Málstofan var skipulögð af Vistbyggðarráði, HBH Byggir og Bresk- íslenska Viðskiptaráðinu. Góð mæting var á málstofunni.

   

   

  23. Oct - 11:10
 • Verkfræðistofan Lota ehf nýr aðili að Vistbyggðarráði

  Verkfræðistofan Lota ehf er gengin til liðs við Vistbyggðaráð. Við óskum Lotu ehf velkomna sem aðili og hlökkum til samstarfsins. Lota sérhæfir sig í verkfræði-, örrygis og rekstrarráðgjöf ásamt verkefnastjórnun. Nánari upplýsingar um starfsemi Lotu ehf má finna hér. 

  23. Oct - 11:11

Vistbyggðarráð

Tilgangur Vistbyggðarráðs er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Samtökin skulu hvetja til stöðugra umbóta í anda sjálfbærrar þróunar í mannvirkjagerð og skipulagi og stuðla þannig að því að þjóðin geti ávallt búið við heilbrigð og góð lífsskilyrði í vistvænni byggð.