Skip to Content
Vistbyggðaráð
 • Vistbyggðardagurinn í fyrsta sinn

  Fimmtudaginn 26. apríl nk. Klukkan 13-16:30 verður Vistbyggðardagurinn haldinn hátíðlegur í fyrsta skiptið í Veröld – húsi Vigdísar.  Sjá dagskránna hér. 

  Af hverju Vistbyggðardagurinn? Við stöndum frammi fyrir fjölmörgum alvarlegum áskorunum í umhverfismálum. Við þurfum viðsnúning í loftslagsmálum, sérstaklega vegasamgöngum þar sem við þurfum að draga úr losun en ekki auka hana eins og við erum að gera í dag.

   

  20. apríl - 10:32
 • Takk fyrir komuna á morgunspjall um Borgin sem vistkerfi og blágrænar regnvatnslausnir

  Takk kærlega fyrir komuna á fróðlegt og skemmtilegt morgunspjall í morgun um vistkerfi borga og blágrænar regnvatnslausnir. Málefnið er afar áhugavert og greinilegt að það væri mjög skemmtilegt og fróðlegt að fjalla nánar um þetta málefni. Við þökkum fyrirlesurunum einnig kærlega fyrir skemmtileg og fræðandi erindi. 

  09. apríl - 10:06
 • UPPFÆRUM HEIMASÍÐUNA!

  Við erum að vinna í uppfærslu á heimasíðunni.  Ný heimasíða kemur fljótlega! 

   Í millitíðinni bendum við á https://www.facebook.com/vistbyggdarrad/

   

  09. apríl - 10:05
 • Áherslur Vistbyggðarráðs í loftslagsmálum

  Vistbyggðarráð hefur sent Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu áherslur sínar í loftslagsmálum, þær má finna hér. Vistbyggðarráð tók einnig þátt í loftslagsráðstefnu Reykjavíkurborgar og Festu í desember síðastliðnum, kynningu Vistbyggðarráðs má finna hér.  

  10. janúar - 13:08

Vistbyggðarráð

Tilgangur Vistbyggðarráðs er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Samtökin skulu hvetja til stöðugra umbóta í anda sjálfbærrar þróunar í mannvirkjagerð og skipulagi og stuðla þannig að því að þjóðin geti ávallt búið við heilbrigð og góð lífsskilyrði í vistvænni byggð.