Skip to Content
Vistbyggðaráð
 • Fundur fólksins - við erum með, en þú?

  Fundur fólksins fer fram á Akureyri 8 og 9 september næstkomandi. Vistbyggðarráð verður með málstofu um samráð við íbúa og umhverfismál þegar kemur að skipulagi þéttbýlis. Að hverju þarf að huga? Hvernig virkja íbúana? Hvað er umhverfisvænt skipulag?  Hvernig er hægt að hafa áhrif? Vistbyggðarráð fær til sín sérfræðinga í skipulagsmálum, umhverfismálum og samráðsmálum til að fræða okkur um þessa mikilvægu þætti í þróun byggðarmála á Íslandi.  Hvatt verður til líflegs samtals milli sérfræðinga og fundargesta. 

   

  28. Sep - 09:43
 • Aðalfundur Vistbyggðarráðs 2017

  Aðalfundur Vistbyggðarráðs fór fram í Borgartúni 7B hjá Skipulagsstofnun 26.apríl. Fjölmennt var á fundinum eða um 30 manns. Fróðleg og skemmtileg fagerindi voru framflutt á fundinum og líflegar umræður um hin ýmsu málefni. 

  22. Sep - 09:27
 • Nýtt fræðsluefni
  Tveir nýjir bæklingar eru komnir út annars vegar um Híbýli og Heilsu og hins vegar um Efnisgæði:

  Yfirlit yfir algeng bygginarefni, eiginleika fleirra og helstu umhverfisáhrif. 

  22. Sep - 09:19
 • Aðalfundur Vistbyggðarráðs 26.apríl 2017

  Aðalfundur Vistbyggðarráðs/Icelandic Green Building Council verður haldinn miðvikudaginn 26.apríl klukkan 16-18 í Borgartúni 7B. Allir velkomnir.  Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa fulltrúar aðildafyrirtækja sem greitt hafa aðildagjöldin 2017. Fjöldi atkvæða fer eftir upphæð aðildagreiðslu. 

   

  12. apríl - 11:17

Vistbyggðarráð

Tilgangur Vistbyggðarráðs er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Samtökin skulu hvetja til stöðugra umbóta í anda sjálfbærrar þróunar í mannvirkjagerð og skipulagi og stuðla þannig að því að þjóðin geti ávallt búið við heilbrigð og góð lífsskilyrði í vistvænni byggð.