Skip to Content
Vistbyggðaráð
 • Verkfræðistofan Vista nýr aðili að Vistbyggðarráði

  Verkfræðistofan Vista er nýr aðili að Vistbyggðarráði frá mars 2017. Verkfræðistofan Vista vinnur meðal annars við orkueftirlit og loftgæðamælingar.  Sjá nánar á heimasíðu þeirra hér. Vistbyggðarráð óskar verkfræðistofuna Vista velkomna sem aðili og hlakkar til samstarfsins.  

  16. Mar - 10:55
 • Kynningar frá námskeiðinu um umhverfisvænt efnisval

  Námskeið um umhverfisvænt efnisval í byggingum var haldið þann 9.febrúar síðastliðinn. Kynningarnar frá námskeiðinu má nálgast hér:Helga Jóhanna BjarnadóttirBjörn MarteinssonPáll KolkaAðalheiður AtladóttirÁrni Friðriksson  

  13. Mar - 10:28
 • Takk fyrir komuna!

  Við hjá Mannvirkjastofnun, Byggingavettvangi, Vistbyggðarráði og Nýsköpunarmiðstöð Íslands þökkum kærlega fyrir þáttöku þína á málþingi um loftslagsmál og sjálfbærni í byggingariðnaði 23. febrúar sl. á Hótel Hilton. Málþingið vakti athygli fjölmiðla en RÚV fjallaði um það í kvöldfréttum sínum sama dag og tók viðtal við Martin Haas. Fréttina má nálgast hér fyrir áhugasama á Sarpinum.

   

  06. Mar - 10:25
 • Málþing um loftslagsmál og sjálfbærni í byggingariðnaði
  Málþing um loftslagsmál og sjálfbærni í byggingariðnaði, tækifæri og áskoranir, verður haldið 23. febrúar næstkomandi milli kl. 13:00-16:30. Að þinginu standa Byggingavettvangur, Mannvirkjastofnun, Vistbyggðarráð og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Fjallað verður um sjálfbærni almennt í byggingariðnaði, tengingu við Parísarsamkomulagið, skipulagsmál, markmið og fjárhagslega hvata.
   Dagskráin er aðgengileg hér. 

  15. febrúar - 10:23

Vistbyggðarráð

Tilgangur Vistbyggðarráðs er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Samtökin skulu hvetja til stöðugra umbóta í anda sjálfbærrar þróunar í mannvirkjagerð og skipulagi og stuðla þannig að því að þjóðin geti ávallt búið við heilbrigð og góð lífsskilyrði í vistvænni byggð.