Skip to Content
Vistbyggðaráð
 • Verkfræðistofan Lota ehf nýr aðili að Vistbyggðarráði

  Verkfræðistofan Lota ehf er gengin til liðs við Vistbyggðaráð. Við óskum Lotu ehf velkomna sem aðili og hlökkum til samstarfsins. Lota sérhæfir sig í verkfræði-, örrygis og rekstrarráðgjöf ásamt verkefnastjórnun. Nánari upplýsingar um starfsemi Lotu ehf má finna hér. 

  23. Oct - 12:11
 • Málstofa um BREEAM vottunarkerfið fyrir byggingar

  Málstofa og umræðuvettfangur fyrir BREEAM umhverfisvottunarkerfið 27. september klukkan 13:00 á Hótel Sögu.  Á málstofuna fáum við fáum við aðila frá BREEAM international til að vera með almenna kynningu á BREEAM umhverfisvottunarkerfinu fyrir byggingar. 

   

  23. Oct - 12:12
 • Fundur fólksins - við erum með, en þú?

  Fundur fólksins fer fram á Akureyri 8 og 9 september næstkomandi. Vistbyggðarráð verður með málstofu um samráð við íbúa og umhverfismál þegar kemur að skipulagi þéttbýlis. Að hverju þarf að huga? Hvernig virkja íbúana? Hvað er umhverfisvænt skipulag?  Hvernig er hægt að hafa áhrif? Vistbyggðarráð fær til sín sérfræðinga í skipulagsmálum, umhverfismálum og samráðsmálum til að fræða okkur um þessa mikilvægu þætti í þróun byggðarmála á Íslandi.  Hvatt verður til líflegs samtals milli sérfræðinga og fundargesta. 

   

  28. Sep - 10:43
 • Aðalfundur Vistbyggðarráðs 2017

  Aðalfundur Vistbyggðarráðs fór fram í Borgartúni 7B hjá Skipulagsstofnun 26.apríl. Fjölmennt var á fundinum eða um 30 manns. Fróðleg og skemmtileg fagerindi voru framflutt á fundinum og líflegar umræður um hin ýmsu málefni. 

  22. Sep - 10:27

Vistbyggðarráð

Tilgangur Vistbyggðarráðs er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Samtökin skulu hvetja til stöðugra umbóta í anda sjálfbærrar þróunar í mannvirkjagerð og skipulagi og stuðla þannig að því að þjóðin geti ávallt búið við heilbrigð og góð lífsskilyrði í vistvænni byggð.