Skip to Content

Hópalisti

Allt frá því 2012 hafa ekki verið starfandi skilgreindir vinnuhópar á vegum Vistbyggðarráðs. Hins vegar voru settir á stofn tveir starfshópar á árinu 2012 á grundvelli tveggja styrkja sem fengust frá Umhverfisráðuneytinu. Þeir hafa nú lokið störfum, en þeir unnu að sérhæfðum verkefnum. Annar þeirra að skoðun vistvottunarkerfa og lauk sá hópur starfi sínu með útgáfu skýrslu sem má skoða hér á vefnum, en hinn hópurinn vann að útgáfu bæklings um vistvænt skipulag í þéttbýli sem gefinn er út snemma árs 2014.

Á árinu 2014 er stefnt að því að setja á stofn starfshópa til að fara yfir málefni tengt notkun Breeam International hér á landi en einnig er stefnt að því að setja á stofn hóp sem skoðar fjárhagslegar ívilnanir og annan sem fjallar um markað fyrir vistvæn byggingarefni. Nánari tilkynningar um störf og verkefni hópanna verða birt þegar þar að kemur.

Hægt er að skoða afrakstur og upplýsingar um fyrri vinnuhópa með því að smella á ,,hópalisti" hér til hliðar.


Nánari upplýsingar um starfsemi hópanna gefur framkvæmdastjóri.

Þegar fram vindur munu fundagerðir verða birtar á vef ásamt frekari upplýsingum og nánari skilgreiningum á hlutverki hvers og eins vinnuhóps.

Hægt er að senda póst til, sigridur@vbr.is