Skip to Content

Innra starf

Innra starf Vistbyggðarráðs  hefur, utan daglegrar starfsemi sem er í höndum framkvæmdastýrum, að mestu farið fram í sérstökum vinnuhópum um afmörkuð málefni. Sem stendur eru þó ekki starfandi vinnuhópar á vegum VBR.

Nánar er fjallað um starfsvið þeirra vinnuhópa sem voru að störfum frá 2010-2012 og verkefni undir hverjum vinnuhóp hér á síðunni.

Sú breyting var gerð árið 2012 að vinnuhópar í því formi sem þeir voru þá voru lagðir af, en ákveðið að í tengslum við styrkveitingar til afmarkaðra verkefna yrður stofnaðir starfshópar sem lykju störfum innan ákveðinna tímamarka, og með lokaskýrslu eða afurð í samræmi við yfirlýsingar í umsókn um styrk hverju sinni.

Tveir starfshóparvoru að störfum frá 2012-2014 og störfuðu þeir á grundvelli styrkja frá Umhverfisráðuneytinu. Þetta eru:

a) Starfshópur um vistvottunarkerfi fyrir byggingar .Starfshópinn skipuðu: Halldóra Vífilsdóttir, Helga Jóhanna Bjarnadóttir, Lena Kadmark, Kristeig Sigurðardóttir, og Sigríður Björk Jónsdóttir. Hópurinn starfaði  frá mars 2013 til maí 2013.  Afrakstur vinnunnar var skýrsla eða greining sem nýst hefur við mata á hentugu vottunarkerfi fyrir íslenskan markað, og ber heitið: ,,Vistvottunarkerfi fyrir byggingar. Greining á hagkvæmni og aðlögunarhæfni erlendra vottunarkerfa fyrir íslenskan markað." Skýrsluna finna má á vefnum, undir fræðsla og miðlun - útgefið efni. 

 

b)Starfshópur um vistvænt skipulag. Upphaflegt hlutverk hópsins var að gefa út handbók um vistvænt skipulag, en í samærmi við styrkveitingu þá var hlutverk hans endurskoðað og ákveðið að gefa út almennan bækling sem færi til almennar kynninar með áherslu á sveitarfélög og þá sem koma að skipulagsgerð í sveitarfélögum víða um land. Starshópinn skipa: Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, Egill Guðmundsson, Málfríður Kristiansen og Sigríður Björk Jónsdóttir. Einnig komu nemendur Háskólans í Reykjavík að textagerð í tengslum við námskeið í skipulagsfræðum. Sumarið 2012 var afrakstur nemenda (spjöld) til sýnis á Sólheimum. Starfsemi hópsins lauk með útgáfu bæklingsins, Vistvænt skipulag þéttbýlis,  í tengslum við skipulagsdag Skipulagsstofnunar í ágúst 2014.