Skip to Content

Námsverkefni-Gagnabanki

Vistbyggðaráð vill efla tengsl við háskólanna og nemendur og ætlar að vera með gagnabanka á heimasíðu sinni með nemendaverkefnum þar sem áhersla er lögð á að sjálfbærar og vistvænar lausnir í mannvirkja- og skipulagsgerð. Tilgangurinn með þeim gagnabanka er bæði til að vekja athygli námsmanna á Vistbyggðarráði og starfsemi þess og einnig til að vekja athygli á þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar á þessu sviði og um leið hvetja og efla rannsóknir og þróun á vistvænum lausnum í bygggingariðnaði á Íslandi og tengdum greinum.

 

Hér er hægt að skoða lista yfir nemendaverkefni þar sem rannsóknarefni tengjast annað hvort vistvænum byggingum og/eða skipulagi eða öðru tengdu. Ef þú ert með verkefni sem tengist þessu málaflokki og vilt að það sé á þessum lista þá endilega hafðu samband með því að senda tölvupóst: vbr@vbr.is

 

 
Listi yfir nemendarverkefni 

Heiti verkefnis: Reitarvegur í Stykkishólmi : Tillaga að blandaðri byggð á iðnaðarsvæði með sterkum staðaranda og vistvænum áherslum

Höfundur: Drífa Árnadóttir,  Umhverfiskipulag B.Sc við Landbúnaðarháskóla Íslands

 

Heiti verkefnis: Sólheimar í Grímsnesi - Litli orkugarður 

Höfundur: Heiðdís Halla Sigurðardóttir, Umhverfiskipulag B.Sc við Landbúnaðarháskóla Íslands

 

Heiti verkefnis: Vistferilsgreining á timbureiningahúsi frá vöggu til grafar 

Höfundur: Sigurbjörn Orri úlfarsson, Umhverfisverkfræði M.Sc við Háskóla Íslands 

 

Heiti verkefnis: Vistheimt í þéttbýli - Gróðurfar í Reykjavík og möguleikar til að fjölga innlendum plöntutegundum

Höfundur: Guðrún Óskarsdóttir, Náttúru- og umhverfisfræði M.Sc við Landbúnaðarháskóla Íslands 

 

Heiti verkefnis: How do we experience parks? Social benefits of ecosystem services with an increased connectivity of sub-urban parks.

Höfundar verkefnis: Hildur Hreinsdóttir og Lea Meyer zu Bentrup. Malmö University (2015)

 

Heiti verkefnis:Urban acricultural development on unused terrain.Highlights of the process. Case study research.Earth works Urban Farm Detroit & Uit Je Eigen Stad, Rotterdam. (2013)

Nemandi: Hjördís Sigurðardóttir, MA, Landscape architecture and Planning,Wageningen University, Hollandi

 

Listi yfir nemendarverkefni í vinnslu:

Heiti verkefnis: Endurhönnun borgarsvæðis vestan Elliðaárvoga í ReykjavíkVerkefnislýsing.

Nemandi: Gísli Rafn Guðmundsson, Umhverfisskipulag B.Sc. Mastersnemi í sjálfbærri byggðahönnun við Háskólann í Lundi í Sviþjóð.

 

Heiti verkefnis: Vistvæn skipulög á Íslandi: Notkunarmöguleikar DGNB umhverfivottunarkerfisins. Verkefnislýsing.

Nemandi: Erla Björg Aðalsteinsdóttir, Umhverfisskipulag B.Sc. Mastersnemi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands

 

 

Listi yfir möguleg nemendaverkefni:

Hvernig má búa til hagræna hvata fyrir vistvottaðan byggingarmarkað á Íslandi?

Nánar: Þar sem orkuverð á Íslandi er enn afar lágt í samanburð við nágrannaríkin  þá eru hagrænir hvatar til vistvottunar ekki jafn sterki hérlendis, og orkusparnaður vistvænna bygginga því ekki verið mikið rannsakaður. Áhugavert væri að gera samanburð á byggingum þar sem annars vegar er verið að nota e.k. orkustýringarkerfi og /eða mælingar og svo aðara sem ekki tekur tillit til þessarra þátta.

 

Hver eru áhrif laga og reglugerða, eins og byggingareglugerða á hönnun bygginga m.t.t. sjálfbærni?

Nánar: Undanfarin ár hafa byggingar hérlendis vaxið að umfangi með tilheyrandi efnis- og orkunotkun.  Um miðja síðustu öld þegar bæði byggingareglugerð og fjármögnunarmöguleika settu strangar kröfur urðu áhrifin þau að hönnun bygginga gekk mikið til út á það grunnmarkmið að nýta rými sem allra best til að lágmarka kostnað. Áhugavert er að skoða hvaða þessi tengsl við þróun rýmismyndunar við hönnun húsnæðis, einkum íbúðarhúsnæðis á íslandi á undanförnum áratugum.

 

Ef þú hefur tillögu að verkefni þá endilega hafðu samband með því að senda tölvupóst: vbr@vbr.is