Skip to Content

Norrænn vegvísir fyrir sjálfbæra þróun þéttbýlis

Vistbyggðarráð tekur þátt í samnorrænu verkefni til tveggja ára sem styrkt er af Norræna Nýsköpunarsjóðnum í gegnum kyndilverkefnið Nordic Built.

Verkefnið felst í því að vinna að sameiginlegum viðmiðum um vistvænt skipulag á Norðurlöndunum þar sem áherslan er lögð á endurhönnun og aðlögun eldri byggðar. Með verkefninu skapast ómetanleg tækifæri fyrir Norðurlöndin til þess að markaðssetja verðmæta þekkingu og reynslu í vistvænni skipulagsgerð á heimsvísu og verða leiðandi aðili á þessu sviði um leið og unnið er að því að draga markvisst úr neikvæðum umhverfisáhrifum mannvirkja og skipulags. Viðmiðin verði hönnuð fyrir jafnt borgir og minni þéttbýli og þróunarverkefni af mismunandi stærðum, óháð staðsetningu og eðli verkefna, hvort sem er fyrir eldri byggð og ný svæði. Viðmiðunum er ætlað að hvetja til sjálfbærrarþróunar með því m.a. að efla þátttöku og bæta samvinnu milli borga á Norðurlöndunum, fyrirtækja og háskóla um sjálfbæra þróun byggðar.

Markmið verkefnisins er að þróa viðmiðunarramma fyrir sjálfbæra þróun þéttbýlis til notkunar á Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Viðmiðin munu fela í sér sameiginlega sýn og skilgreiningu á því hvað raunverulega er átt við þegar talað er um sjálfbæra þróun þéttbýlis. Þá verðar settar fram vísbendingar og tillögur um raunhæfar aðferðir til að fylgjast með framförum og árangri og gefin dæmi um aðgerðir. Stefnt er að þróun viðmiðanna með áframhaldandi þátttöku og samvinnu um sjálfbæra þróun þéttbýlis á Norðurlöndunum, sem grundvallast á virkri þátttöku sveitarfélaga, fyrirtækja og fræðimanna.

Um leið og skilgreind verða sameiginleg norræn markmið og viðmið um vistvænt skipulag þá gefst tækifæri til þess að þróa viðmið í hverju landi fyrir sig sem byggja á staðbundnum lausnum og því lagaumhverfi sem til staðar er. Mikilvægt er að viðmiðin sé hægt að nota óháð stærð eða staðsetningu verkefnis hverju sinni. Þá verða skilgreind sameignleg lykilviðmið sem notuð verða sem grunnur árangursmælinga eða mats á visthæfi viðkomandi verkefnis. Markmiðin eða sjálfbærnivísarnir (viðmiðin) þurfa ekki endilega að vera tæmandi varðandi allt sem flokkast undir sjálfbæra þróun þéttbýlis, heldur er þeim fyrst og fremst ætlað að vera n.k. úrval lykilmarkmiða sem skilgreind verða sem áhersluverkefni á vettvangi Vistbyggðarráðanna, borga, fyrirtækja og háskóla á Norðurlöndum.

Þeir aðilar sem standa að baki þessur verkefni eru Vistbyggðarráðin á Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku en einnig eru allar höfuðborgir Norðurlandanna sérstakir samstarfsaðilar ásamt Háskólanum í Reykjavík, The Oslo School of Architecture and Design, The Royal Institute of Technology in Stockholm, Aalto University from Finland

 

Sjá nánari lýsingu á verkefninu.

Verkefnislýsing á ensku.

HÓPASTARFIÐ:

Fyrsti fundur í ráðgjafahóp verkefnisins- 3. mars kl. 14-16.

Boðað hefur verið til fyrsta fundar í ráðgjafahóp í tengslum við samnorrænt verkefni sem Vistbyggðarráð tekur í ásamt Vistbyggðarráðunum á Norðurlöndunum, höfuðborgum og einum háskóla í hverju landi. Til þessa fundar eru boðaðir nokkrir aðila sem tengjast starfsemi Vistbyggðarráðs en þátttaka í þessu starfi er þó opið þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi hans en  æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu og/eða þekkingu á skipulagsmálum eða hafi komið að framvæmdum við uppbyggingu í þéttbýli. Hópurinn er hugsaður sem faglegur stuðningshópur fyrir íslensku fulltrúana í norræna samstarfinu, enda mikilvægt að umræðan um vistvæna þróun þéttbýlis á Norðurlöndunum – og þar á meðal Íslandi-  eigi sér stað hjá fagaðilum á hverju svæði.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfsemi hópsins þá vinsamlegast tilkynnið þátttöku með þvi að senda tölvupóst á framkvæmdastýru, sigridur@vbr.is, sem senda mun frekari upplýsingar um dagskrá fundarins og fylgigögn.

Dagskrá fundarins 3. mars 2015

Kynning á verkefninu 

Fundargerð 1. fundar- 3. mars 2015

  Fundagerð 2. fundar - 9. júlí 2015

 

VINNUGÖGN.

Process Outline- vinnuskjal (23.feb 2015)

Drög að framework 3. Kynnt á ráðstefnu í Kaupmannahöfn 27.apríl 2015

 

Dagskrá 2. fundar í ráðgjafahóp- 9.júlí 2015 kl. 14:30- 16:00

 

 Dagskrá:

1. Fordic Framework for Urban Development- rýni og umræður

2. Nordic Urban Development- Example Project Case study/ Íslensk dæmi til kynningar í samræmi við áherslur í skjali um norræn viðmið. (val á verkefnum- tillögur*)

3. Nýtt matskerfi/gátlisti byggt á Nordic Built sáttmálanum.- kynning á opnu matskerfi sem byggir á eigindlegum aðferðum og áhersluþáttum í Nordic Built sáttmálanum.

 

Fylgiskjöl:

Draft – Framework (dags. 23.04.15)

Template/eyðublöð fyrir verkefni (hönnun/stefna/rannsóknir)

Nordic Built matskerfi- unnið af Cowi í DK (er í vinnslu og verður sett inn síðar)

Manual

Scheme 

 

Leiðbeininga frá verkefnisstjóra:

*Documenting Good Examples: each of the project partners will prepare at least three project examples which demonstrate at least one of the guiding principles, organizing principles or key measures from the framework draft.

Fundagerð 2. fundur.
 

 

 

Dagskrá 3. fundar í ráðgjafahóp- 17.desember 2015 kl. 14:30- 16:00

 Dagskrá :

1. Farið yfir lokaútgáfu, norræns vegvísi fyrir vistvæna þróun þétt býlis.

a. Hvernig getum við nýtt okkur þetta plagg?

2. Kynnt sænska kerfið/viðmiðið – City Lab sem sænska vistbyggðarráðið hefur nýverið gefið út.

3. Möguleikar og þörf  á íslenskir útgáfu- þýðing?

4. Undirbúningur námskeiðs Vistbyggðarráðs um vistvænt skipulag(2016)

 

Kynning SBJ (3.fundur) 

 Fundagerð 3. fundur. 

 

Fylgiskjöl:

*lokaútgáfa Nordic Framework for Urban Development

stutt útgáfa

löng útgáfa 

 

Norrænn vegvísir um vistvæna þróun þéttbýlis- íslensk útgáfa (þyðing) jan. 2016 

 

*City Lab- lokadrög (heildarskjal)(ekki til dreifingar)


 

Bæklingur Vistbyggðarráðs: Vistvænt skipulag þéttbýlis (2014)

 

ÁHUGAVERÐIR TENGLAR.

Eco Districts- framework

Breeam Communities

Green Star Communities Framework

DGNB  - Urban Districts

LEED -ND-  for Neighborhood Development

Reference Framework for European Sustainable cities.