Skip to Content

Orkunýtni vistvænna bygginga

 Vinnuhópur um orkunýtingu vistvænna bygginga hóf störf  í byrjun árs 2011, en hefur nú lokið störfum.  Hann var  skipaður fólki með sérfræðiþekkingu á sviði orkumála í byggingariðnaði en viðfangsefni þessa vinnuhóps var nokkuð afmarkað. Hlutverk hópsins var upphaflega skilgreint á eftirfarandi hátt:

 Að vera ráðgefandi varðandi orkunýtingu bygginga á Íslandi og gera samanburð við nágrannalöndin. Hópnum verði m.a. falið að  svara eftirfarandi spurningum::

•    Hver er viðmiðunarorkuþörf (vatn og rafmagn) vegna upphitunar húsa.
•    Hverjar eru almennar kröfur og reglur hér landi.
•    Einangrun, þéttleiki húsa, útloftun og loftskipti?
•    Hverjar eru hitunarvenjur og hitastýring?
•    Hvað er séríslenskt í þessu sambandi?

Einnig verði farið yfir alþjóðleg vottunarkerfi með tilliti til orkuþáttarins og það skoðað hvort að ástæða sé til að leita eftir sérstakri vottun (nýjum matsþætti) vegna vistvænna orkugjafa sem gefi sérstakt matsstig í vottunarferlinu.

Þá verði hópnum ætlað að greina stöðuna hér á landi varðandi orkugreiningu bygginga  og jafnframt að kanna framboð og möguleika varðandi hugbúnað/greiningatæki fyrir orkumælingar í byggingum.

Vinnuhópnum er falið að skoða stöðu Íslands í samanburði við nágrannalöndin varðandi endurvinnanlega og vistvæna orku, s.s. umhverfi, verð, magn og hvernig falla íslenskar aðstæður að matskerfum vistvænna bygginga?

 

Þess utan hefur hópurinn tekið til skoðunar innleiðingarferli nýrrar tilskipunar Evrópusambandsins um orkunýtni  bygginga eða ,, Directive 2010/EU on the energy performance of buildings." (sjá neðar )

 

Hópstjóri var  Jón Sigurðsson

netfang: jon.sigurdsson@or.is

 

Vinnuhópinn skipuðu:

Jón Sigurðsson hjá Orkuveitu Reykjavíkur

Steinar Ríkharðsson, hjá Almennur Verkfræðistofunni

Ronald Janssen, hjá EFLU verkfræðistofu

Kristín Óskr Þórðardóttir, hjá Verkís

 

 

 Fundagerðir vinnuhóps:

1.fundur, 03. mars 2011

4.fundur, 19. apríl 2011

 

 

Tenglar/ áhugavert efni.

 Norræn samstarfsáætlun um orkumál 2010-2013.

Directive 2010/31/EU on the energy performance of buildings.

 Kynning vinnuhóps á ráðstefnunni Vistvænni byggð, maí 2011

Skýrsla norsku rannsóknastofnunarinnar SINTEF um núllorku byggingar (Zero Emmision Buildings), jan 2011

tengill á vefsíðu SINTEF 

Orkusetur, vefsíða.

Lokaskýrsla vinnuhóps, apríl 2012