Skip to Content

Ráðstefna Norrænu Vistbyggðaráðanna 2011

Vistbyggðarráð stendur ásamt norrænu vistbyggðaráðunum að sameiginlegri ráðstefnu í byrjun febrúar ár hvert.

Árið 2011 var ráðstefnan haldin í Stokkhólmi. 

Hér má skoða kynningu á ráðstefnunni 2011:

 

 

Ráðstefna Norrænu Vistbyggðaráðanna 2011

Vistbyggðarráðin á Norðurlöndunum standa fyrir sameiginlegri ráðstefnu í febrúar næstkomandi.

Ráðstefnan fer fram dagana 10 og 11. febrúar í Stokkhólmi sem  var valin Green Capital of Europe árið 2010.

Tilgangurinn  með ráðstefnunni er fyrst og fremst sá að ræða vistvæna stefnumótun og sjálfbæra hönnun.  Flutt verða erindi sem koma inn á  útbreiðslu þekkingar á þessu sviði og farið  verður yfir reynslu af notkun umhverfisvottunarkerfa og almenn  viðmið fyrir  vistvænar byggingar á Norðurlöndunum.


Ráðstefnan er afrakstur samnorræns verkefnis sem miðar að því að koma á fót samvinnu Vistbyggðaráða á Norðurlöndunum. Verkefnið er styrkt af Norræna Nýsköpunarsjóðnum.

Á fyrri degi ráðstefnunnar verða flutt erindi þar sem kynnt verða ýmis konar verkefni frá hverju landi fyrir sig. Dagskránni er skipt upp í fjóra efnisflokka fyrri daginn; Vistvæn byggingarstefna, Vistvænar byggingar og verkefni- reynsla ýmissa aðila, útbreiðsla þekkingar, og markaður  fyrir vistvænar byggingar.

Seinni dagur ráðstefnunnar er sérstaklega ætlaður meðlimum Vistbyggðarráðanna, en þeir sem vilja geta gerst aðilar fyrri daginn og öðlast þannig rétt til að sitja seinni hluta ráðstefnunnar.  Þá verður  farið yfir einstök málefni  í vinnuhópum, þar sem meðal annars verður rætt um fræðslustarf innan Vistbyggðarráðanna, samskipti og samvinnu,  vottunarkerfi og viðmið,  og farið yfir reynslu af notkun umhverfisvottunarkerfanna  Breeam og Leead á norðurlöndunum, bæði hvað varðar einstakar byggingar og skipulag.

Á ráðstefnu sem þessari gefst einstakt tækifæri til þess að bæði kynna sér það helsta sem er að gerast í þessum málum á Norðurlöndunum og um leið að mynda tengsl við aðila sem eru að vinna með vistæna vottun og sértæk viðmið í  nágrannalöndunum.  Samvinna um  þróun vottunarkerfa og almennra viðmiða er mikilvæg  í heimi þar sem síauknar kröfur  er gerðar um gæðastjórnun og verndun umhverfis, hvort sem er í byggingariðnaðinum eða í almennum rekstri fyrirtækja og stofnana.

Ráðstefnan er einkum ætluð þeim sem starfa í eða í tengslum við byggingariðnaðinn almennt, hvort sem um er að ræða hönnuði, framkvæmdar- og rekstraraðila, fjárfesta eða  söluaðila og framleiðendur vistvænna byggingarefna. Fyrirlesarar á ráðstefnunni koma úr þessum röðum en einnig er þar að finna fulltrúa þeirra sem koma að stefnumótun og útbreiðslu þekkingar á þessu sviði.

Það er sænska Vistbyggðaráðið  sem hefur umsjón með ráðstefnunni en undirbúningur hennar var unnin í samvinnu við Norrænu Vistbyggðarráðin, í Finnland, Danmörku og Noregi ásamt fulltrúum frá Norræna Nýsköpunarsjóðnum (NICe)  sem styrkt hefur þetta verkefni.

 

Norrænu vistbyggðarráðin hafa á undanförnum mánuðum átt gott samstarf og er þessi ráðstefna liður í því að styrkja það enn frekar að draga að borðinu fleiri aðila sem starfa á þessu vettvangi.

Hér má sjá sækja drög að dagskrá.

 

Skráning hefst þann 7  janúar

Dags: 10. og 11. Febrúar 2011
Staðsetning:
Hilton Slussen Hotel Stockholm, Guldgränd 8, Stockholm
Ráðstefnugjald:
50.000 IKR / SEK 2900 + V.A.T.
Kvöldverður Feb 10:
7.300 IKR / SEK 420 + V.A.T.
Gestgjafi:
Sænska Vistbyggðarráðið í samvinnu við Vistbyggðarráðin í Noregi, Finnlandi, Danmörku og á Íslandi.

Ráðstefnan fer fram á ensku

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um ráðstefnuna og/eða tilhögun, vinsamlegast hafið samband við: Mats Huss, email: mats.huss@sgbc.se phone: +46 708 13 46 60

Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast á slóðinni:

http://www.sgbc.se/SGBCA1/wp-content/uploads/2010/12/NordicGBCsConference2011Program_20101230.pdf

 

Skráning á ráðstefnuna fer fram á slóðinni:

http://www.sgbc.se/evenemang/nordic-green-building-councils-conference-2011/