Skip to Content

Samnorrænar leiðbeiningar um vistvænt byggingaefni

Með verkefninu " Samnorrænn gátlisti um vistvæn byggingarefni“,  sem snýst um gerð gagnabanka og gerð leiðbeininga um vistvæn byggingarefni,  þar sem settar verða fram samræmdar leiðbeiningar um notkun þeirra og almennar kröfur um visthæfi vottaðra byggingarefna á Norðurlöndunum.
Verkefnið " Samnorrænn gátlisti um vistvæn byggingarefni " mun setja fram hagnýtar viðmiðunarreglur fyrir hönnuði,  húsbyggjendur og framkvæmdaraðila og allra þeirra sem óska eftir upplýsingum um vistvæn og  endurnýjanleg byggingarefni og munu leiðbeiningarnar gilda fyrir allar gerðir bygginga, jafnt um nýbyggingar sem endurbætur.

Vistbyggðarráð er einn fjögurra þátttakanda í verkefninu, ,, Samnorrænar leiðbeiningar um vistvæn byggingarefni„
Verkefnisstjóri er Katharina Bramslev hjá norska Vistbyggðarráðinu, Norwegian Green Building Council, e-mail:katharina.bramslev@ngbc.no

Frekari upplýsingar veitir Sigríður Björk Jónsdóttir framkvæmdastýra í síma: 5712700 eða 8403838. Einnig má senda póst á netfangið: sigridur@vbr.is  /vefsíða: www.vbr.is


Vinna við verkefnið hófst á vordögum 2014. Á þessari síðu er ætlunin að gera aðgengileg þau gögn sem verið er að vinna með í þessu verkefni um leið og bent verður á ítarefni og annað áhugavert sem tengist verkefninu. 

Lýsing á verkefninu, markmiðum og afurðum þess:

Helstu viðfangsefni þessa tveggja ára verkefnis sem styrkt er af Norræna Nýsköpunarsjóðnum, er  að setja saman sameignleg viðmið og leiðbeiningar um visthæfi vöru sem byggist á notkun svokallaðra EPD (Environmental Product Declaration) leiðbeiningablaða fyrir norrænar byggingarvörur. Notkun þeirra mun auðvelda mjög samanburð og almenna upplysingagjöf á milli landanna. Það mun jafnframt auðvelda frameiðendum að koma vistænni vöru á framfæri á Norðurlöndunum, og einfalda val um vistænar vörur sem nú er krafist t.d. í vistvænum innkaupareglum.
Verkefnið hefur verið fjármagnað að hluta af Norræna Nýsköpunarsjóðnum í gegnum kyndilverkefnið Nordic Built. Um er að ræða tveggja ára samstarfsverkefni sem lýkur í des 2015.

Verkefninu er skipt upp í fimm hluta (WP1-WP5) og er hægt að skoða nánari skilgreiningu á þeim í pp. kynningu hér að neðan.

Vistbyggðarráð á Ísland er ábyrgt fyrir WP3.

RÁÐGJAFAHÓPUR:

Í fyrsta áfanga þessa verkefnis (WP1)verða settir á fót vinnuhópa i hverju Norðurlandanna. Vinnuhóparnir verða ábyrgir fyrir nokkrum skilgreindum þáttum verkefnisins. Verkstjóri hvers vinnuhóps mun þá sitja fund með verkefnisstjórn sem heldur utan og er ábyrgur fyrir þróun verkefnisins í heild sinni. Vistbyggðarráð hefur nú sett á stofn svokallaðan ráðgjafahóp sem mun funda nokkru sinnum.  Ráðgjafahópurinn mun vera fulltrúa VBR til ráðgjafar vegna vinnu og þátttöku VBR í samnorrænum verkefnahóp sem hittast mun í nokkur skipti og eru til sambærilegir bakhópar fyrir verkefnið í hverju landi fyrir sig, enda mikilvægt að vinna að svona verkefni í samvinnu og sátt við þá lykilaðila sem starfa í byggingariðnaðinum eða í tengslum við hann. Þá er leitið til sérfræðinga í hópnum um framlag og rýni til þeirrar vinnu sem fer fram á þessum samnorræna vettvangi en mikilvægt er að vinna þetta í góðu samræmi við alla hagsmuna aðila ekki aðeins á íslandi heldur á Norðurlöndum. Samræmrilegir hópar verða að störfum í hinum norðurlöndunum. Þá er mikilvægt að koma að sjónarmiðum islenskra framleiðenda og seljenda, en þó fyrst og fremst að komast að niðurstöðu um skrásetningu og merkingu vistænna byggingarefna í samnorrænum gagnabanka.

Stefnt er að því að ráðgjafahópurinn hittist u.þ.b. 4 sinnum á tímabilinu en jafnframt verði haldnir 1-2 opnir fundir á vegum VBR um viðfangsefni  verkefnisins.

Björn Marteinsson arkitekt, og verkfræðingur og Helga Jóhanna Bjarnadóttir verkfræðingur hafa tekið þátt í þessarri vinnu fyrir hönd Vistbyggðarráðs  með aðstoð framkvæmdastýru sem jafnframt situr í stýrihóp verkefnisins fyrir hönd VBR.

Fyrsti fundur í ráðgjafahóp var haldinn í Norræna húsinu þann 22 .október en næsti fundur var haldinn þann 28. nóvember. 

Fyrsti fundur. 22. október

*fundagerð

Annar fundur 28. nóvemberkl. 13-15

 *Drög að dagskrá

Fundagerð

 

Þriðji fundur 12. júní 2015

Kynning SBJ- almennt um verkefnið og verkhluta II og III

Kynning Björn Marteinssonar. Vistmat byggingavöru og bygginga- hvað og hvernig.

Fundagerð.

 

ÝMIS GÖGN/KYNNINGAR.

Almenn kynning á verkefninu.

Almennt kynningarbréf

Fréttatilkynning mars 2014+

Kynnig Sigríðar Bjarkar á fundi 21. okt

Kynning Sigríðar Bjarka á fundi 28.nóv

Kynning Björn Marteinsson (fyrir fund í Osló 1.12.14)

 

 

Verkhluti I (WP1)

Drög að skýrslu þar sem tekin eru saman tæki og tól til að meta visthæfi og sett fram yfirlit yfir viðeigandi lög og reglugerðir í hverju landi fyrir sig.

Hér fyrir neðan má sækja lokaútgáfu að skýrslu í  verkhluta I. Það var Jonny Hellman tók skýrsluna saman fyrir hönd sænska Vistbyggðaráðsins (SGBC), en ýmsir hafa lagt til efni í skýrsluna. Þá hefur innihald hennar eða hluti þess verið rætt á vinnufundum hjá norrænu Vistbyggðarráðunum  á undanförnum vikum og mánuðum. Skýrslan er fyrst og fremst hugsuð til upplýsingar og til þess að gefa ákveðna yfirsýn yfir þróun vistmerkinga á byggingaefni á Norðurlöndunum, en er hvorki tæmandi samantekt né endanleg, enda þessi mál í mikilli þróun um þessar mundir.

 

Country Reoport- Iceland

Skýrslan  (3.nóv)

Viðauki I (3.nóv)

Viðauki II (3.nóv)

Viðauki III(3.nóv)

 

Verkhluti II. /WP2 (umsjón Noregur) 

Kynning verkefnisstjóra (WP2) haldin í Osló 1. des 2014 

Drög að skýrslu - WP2  (dags. 31. 03.15)

 

Verkhluti III. /WP3 (umsjón Ísland) 

Kynningarbréf með könnun sem send var út 22. júní og sendur yfir til 29. júní.

þessi könnun er hluti verkhluta III. en hún verður nýtt til frekari úrvinnslu síðar í sumar.

Hægt er að taka könnunina hér, en velja þarf könnun í samræmi við starfsemi við sem við á.

 

a)Könnun fyrir framleiðendur og seljendur

b)Könnun fyrir húseigendur, ráðgjafa og framkvæmdaaðila 

 

Lokaskýrsla úr verkhluta 3. Nordic Guide for Sustainable Material. Survey Report. (0.3) November 2015

Kynning á niðurstöðum könnunar (pdf)

 

 

Einnig er hægt að fá upplýsingar úr könnunum fyrir bara íslenskan markað. 

 

Punktar um EPD EPD  leiðbeiningablöð eru gerð í samræmi við alþjóðlega samhæfða staðla og eru þau staðfest af  þriðja aðila staðfest, sem staðfestir  að upplýsingar um  vöruna séu réttar. Þannig er hægt að gera beinan samanburður vörunni og jafnvel á milli markaða öðrum á markaðinum. EPD yfirlýsingar eru taldar vera afar  gagnsæ og gagnleg leið til að veita upplýsingar um innihald og visthæfi vöru.

 

Environmental Product Declaration.

Notaðir sérstakir gagnabankar

Staðlar ISO 14025 og EN 15804

Gagnlegir fyrir framleiðendur og þá sem veita þjonustu. S.s. hönnun

EPD blöð eru t.d. forsenda vottunar

Upplysingar úr EPD blöðum: um heilsufarsleg áhrif

Til ýmsir gagnabankar.  (td. DBS)

Til þess að búa til EPD blöð þarf að vera búin að gera LCA greiningu af sérfræðingi

(Lífsferilsgreiningu)

 Í raun er þetta ekki ólíkt upplýsingum um næringarinnihald fyrir matvæli. Þarna eru setta fram upplýsignar sem m.a. fást með lífsferilskgreiningu, en sett fram að aðgengilegan hátt svo neytendur geti auðveldlega borið saman vörur.

 Ferlið:

FRAMLEIÐSLA VÖRU/ GERA LCA GREININGU/ útbúa EPD/ FÁ VOTTUN 3. AÐILA/ SKRÁ EPD Í GAGNABANKA.

 

Hvernig er þetta unnið:

LCA greinging þar sem farmleiðandinn er ábyrgur fyrir nauðsynlegum upplýsingum. Hann skrifa frumskýslur fyrir EPD. – LCA greining- test- epd blað.

Þá þarf  að fá þriðja aðila til að fara yfir þetta.

 

 

Ítarefni

Voluntary Agreements and Environmental Labelling in the Nordic Countries. höf: Björn Bauer og Rikke Fischer-Bogason. TemaNord 2011:538

 

Grønn Material Guide. Veileder í miljöriktig materialvalg. Leiðbeiningarit um vistvæn byggingarefni gefið úr og unnið af  Grønn byggallianse í Noregi. (2015) Byggingarefni er flokkað eftir notkun: byggingaplötur, burðarvirki, gólfefni, utanhússklæðningar, einangrun og þakklæðningar.  

Ýmsir bæklingar um EPD.

,,Getting to grips with an EPD"(bæklingur gefinn úr af framleiðanda- Marley Eternit 

Vefsíða Environdec.- Þar er m.a. að finna bæklingar um EPD.