Skip to Content

Samstarfsaðilar / verkefni

Vistbyggðarráð hefur undanfarin 4 ár gert 3 samstarfssamninga við innlenda aðila /verkefni þar sem samhljómur er með  markmiðum og áherslum í starfsemi Vistbyggðarráðs.  Gerður er samstarfssamningur til tveggja  ára í senn. Slíkir samstarfssamningar gefa kost á því að ná til breiðari hóps heldur  en aðeins þeirra sem eru aðilar að VBR, viðburðir geta verið veglegri þegar tveir leggja saman krafta sína og þá er einfaldlega skemmtilegra að vinna saman.

Meðal sérstakra samstarfverkefna má nefna: ráðstefnu í maí 2011 (Vistmennt+VBR), málþing um menntun á sviði sjálfbærni í mars 2011(Vistmennt+VBR) , Skipulagsverðlaun  í nóvember 2012 (SSFÍ+VBR) og ráðstefna um vistvænt skipulag  í maí 2013 (SSFÍ+VBR).

Samstarfsaðilar:

Vistmenntarverkefnið 2010-2012 - lokið

Skipulagsfræðingarfélag Íslands 2012-2014 - lokið

Náttúran ehf. 2014- 2016

BIM Íslandi. 2015-2017 - vefsíða

 

Hér má skoða samstarfsyfirlýsingar:

Skipulagsfræðingafélagið

Náttúran ehf.

BIM Íslandi