Skip to Content

Starfsemin

Tilgangur Vistbyggðarráðs er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu og rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi.

Markmiðið er að hvetja til stöðugra umbóta í anda sjálfbærrar þróunar í mannvirkjagerð og skipulagi og stuðla þannig að því að þjóðin geti til framtíðar búið við heilbrigð og góð lífsskilyrði í vistvænni byggð.

Við teljum okkur best uppfylla tilgang samtakanna með því að:

  • Skilgreina viðmið um hvað teljist vistvæn byggð við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi.
  • Koma viðmiðum um vistvæna byggð í framkvæmd með rekstri matskerfis.
  • Styðja við faglega umræðu og rannsóknir á sviði vistvæns skipulags og mannvirkjagerðar.
  • Stuðla að menntun almennings og hagsmunaaðila á Íslandi svo vistvænt skipulag og mannvirki verði eðlileg krafa.
  • Vinna með sambærilegum erlendum félögum með það að markmiði að miðla af okkar reynslu og nýta þekkingu frá öðrum löndum.

Unnið verður að ofangreindum markmiðum með faglegri aðstoð aðildarfélaga og starfsmanna þeirra en starfsemi Vistbyggðarráðs er á hverjum tíma skipulögð af stjórn og framkvæmdastjóra samtakanna.