Skip to Content

Starfsfólk

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir 

 

Hjá Vistbyggðarráði er einn fastur starfsmaður og það er framkvæmdastjórinn. Í október 2016 tók Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir við sem framkvæmdastjóri Vistbyggðarráðs. Núverandi stöðugildi framkvæmdastjóra er 50%. 

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri

Þórhildur lauk námi í orku- og umhverfisverkfræði við tækniháskólann í Þrándheimi 2004. Í kjölfarið hóf hún störf sem verkefnisstjóri hjá Iðntæknistofnun (nú Nýsköpunarmiðstöð Íslands) og vann þar meðal annars að vistferilsgreiningum og því að skoða umhverfisvæna orkukosti. Frá 2006-2011 starfaði hún sem orkuráðgjafi fyrir náttúruverndarsamtök Noregs (Norges Naturvernforbud) en í starfi samtakanna var og er mikil áhersla lögð á lögð á orkusparnað í byggingum sem og loftslagsmál. Vorið 2011 tók Þórhildur við rannsóknarstöðu hjá SINTEF Byggforsk í Osló. Hjá SINTEF kom Þórhildur meðal annars að verkefnum tengdum rannsóknarsetrinu Zero Emission Buildings (www.zeb.no) ásamt verkefnum sem tengdust EPD- umhverfisvörulýsingum. Frá 2014 hefur Þórhildur stundar doktorsnám við Tækniháskólann í Þrándheimi, við ZEB rannsóknarsetrið. Doktorsverkefni Þórhildar fjallar um kolefnisspor á ZEB einbýlishúsum í Noregi. Þórhildur Fjóla hefur haldið fjölda fyrirlestra um umhverfismál tengd byggingum, meðal annars í Noregi, Þýskalandi og á Íslandi.