Skip to Content

Starfshópar

Gerða voru breytingar á fyrirkomulagi hópavinnu í byrjun árs 2012. Ákveðið var að leggja niður vinnuhópa í þeirri mynd sem þeir höfðu starfað í, en að setja þess í stað á stofn svokallaða starfshópa sem starfa skulu að afmarkaðari verkefnum. Þeir hópar sem lagt hafa niður störf í lok mars 2012 eru:

Vistvæni á Íslandi
Vistvænt skipulag
Orkunýting vistvænna bygginga
Endurskoðun byggingarreglugerðar

Alls hafa um 50 manns komið að vinnu vinnuhópanna í heildina og er þeim þakkað sitt framlag. Skýrslur vinnuhópanna eru aðgengilega á á vefsvæðum þeirra hér á heimasíður VBR.

Í lok árs 2011 var  sótt um tvo styrki til Umhverfisráðuneytis vegna tveggja verkefna, annars vegar til þess að skoða og meta kosti og galla þess að aðlaga alþjóðlegt vottunarkerfi að íslenskum aðstæðum og hins vegar til þess að vinna viðmið um vistvænt skipulag og gefa þau út í handbók.  Bæði þessi verkefni hlutu styrk og var í kjölfarið ákveðið að setja á stofn tvo starfshópa sem hefðu ásamt framkvæmdastýru umsjón með þessum verkefnum. Þetta eru:

Starfshópur- Vottunarkerfi- hefur lokið störfum (maí 2013)
Starfshópur- Vistvænt skipulag- er að ljúka störfum (feb 2014)