Skip to Content

Starfshópur um vottunarkerfi

Starfshópur um vottunarkerfi var settur á fót vorið 2012. Hann starfar á grundvelli fyrri vinnuhóps, sem bar heitið Vistvæni á Íslandi og fjallaði um viðfangsefnið í breiðara samhengi.

Eftirtaldir skipa starfshóp um vottunarkerfi:

Helga Jóhanna Bjarnadóttir, Kristveig Sigurðardóttir, sem jafnframt  vinna nánari greiningu, og Halldóra Vífilsdóttir(FSR) og  Aldís M. Norðfjörð (MVS) og Halldór Eiríksson(TARK) . Starfsmaður hópsins er Sigríður Björk Jónsdóttir, framkvæmdastýra VBR.

Hlutverk:

Verkefni starfshópsins er að leggja mat á mögulega hagræðingu af því að koma upp íslenskri útgáfu af alþjóðlegum vottunarkerfunum. Sérstaklega verði lagt mat á hagræðingu þess að aðlaga vottunarkerfin BREEAM, DGNB og MiljöByggnad að íslenskum aðstæðum. Rýndar verða úttektir og skýrslur sem hafa verið gerðar erlendis og niðurstöður settar í íslenskt samhengi.

Afmörkun:

Starfshópurinn starfar á grundvelli styrks frá umhverfisráðuneytinu sem veittur var í mars 2012, upp í alls 1 milljón kr.. Starfshópurinn tók til starfa 16. mars 2012 en áætlað er að greiningarvinna og skýrslugerð fari fram í maí-september og að hann ljúki störfum í lok september 2012.

Afurð:

Gert er ráð fyrir að niðurstöður starfshópsins hafi áhrif á afstöðu VBR varðandi val og rekstrarfyrirkomulag vottunarkerfis sem henti íslenskum aðstæðum. Niðurstöður starfshópsins verði settar fram í skýrslu sem verði lögð fram fyrir stjórn VBR og svo kynnt aðildarfélögum á fundi.

 

Fundagerðir (númer funda í sviga fyrir aftan)

Fundagerð 16.mars

Fundagerð 22.maí