Skip to Content

Vinnuhópar

Alls voru starfandi fimm vinnuhópar frá hausti 2010 til vors 2012 og má lesar nánar um hlutverk þeirra og verkefni hér til hliðar, þar sem hver hópur hefur sína síðu. 

Á stjórnarfundi í janúar var tekin ákvörðun um að leggja þessa hópa niður í núverandi mynd, enda áttu þeir upphaflega að starfa í afmarkaðan tíma.  Nú hafa flestir þessir vinnuhópar skilað inn lokaskýrslu, eða  áfangaskýrslu en starf þeirra var mislangt komið nú í upphafi árs. Framlag þessara vinnuhópa er þó afar mikilvægt innlegg í starfsemi okkar og getur vonandi gagnast þeim sem vilja kynnar sér frekar málefni sem þar voru til umræðu.

Horft var til reynslu af starfi vinnuhópanna þegar ákveðið var að stofna tvo starfshópa á grundvelli styrkúthlutnar  Umhverfisráðuneytisins til tveggja verkefna nú  í vor. En þetta eru I)starfshópur um vottunarkerfi, og II) starfshópur um vistvænt skipulag. (handbók um vistvæn skipulag).Þetta eru fámennir hópar, sem vinna þétt og að mjög afmörkuðum verkefnum sem lögð verða fyrir stjórn til frekari úrvinnslu að starfi loknu. 

Þessi hópar starfa í skamman tíma og er stefnt að því að þeir hafi lokið störfum í haust.

Það er því ekki lengur hægt að skrá sig  í vinnuhóp á vegu Vistbyggðarráð þar sem þeir hafa verið aflagðir, en þeir sem hafa áhuga á að koma að starfi okkar, hvort sem það er á vettvangi starfshópa í framtíðinni eða á hvern annan hátt er bent á að hafa samband við framkvæmdastýru, með tölvupósti, sigridur@vbr.is, eða í síma 5712700