Að skilgreina íslensk viðmið fyrir vistvæna byggð sem auðvelda hönnuðum og hagsmunaðilum að þróa í auknum mæli vistvænar áherslur við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi.
Að styðja við faglega umræðu og rannsóknir á sviði vistvæns skipulags og mannvirkjagerðar.
Að stuðla að fræðslu almennings og hagsmunaaðila á Íslandi um vistvænt skipulag og mannvirki.
Að stuðla að samvinnu við erlendar systurstofnanir með það að markmiði að miðla af okkar reynslu og nýta þekkingu frá öðrum löndum.