Skip to Content

Fundur fólksins - við erum með, en þú?

Fundur fólksins fer fram á Akureyri 8 og 9 september næstkomandi. Vistbyggðarráð verður með málstofu um samráð við íbúa og umhverfismál þegar kemur að skipulag þéttbýlis. Að hverju þarf að huga? Hvernig virkja íbúana? Hvað er umhverfisvænt skipulag? Hvernig hafa áhrif? Vistbyggðarráð fær til sín sérfræðinga í skipulagsmálum, umhverfismálum og samráðsmálum við íbúa til að fræða okkur um þessa mikilvægu þætti í þróun byggðarmála á Íslandi. Hvatt verður til líflegs samtals milli sérfræðinga og fundargesta. Nánari dagskrá auglýst síðar.