Skip to Content

Ný stjórn Vistbyggðarráðs

Hrólfur Karl Cela, arkitekt og framkvæmdastjóri Basalt arkitekta, Bergljót S. Einarsdóttir, arkitekt hjá Framkvæmdasýslunni og Eva Dís Þórðardóttir, skipulagsfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu. Þeim er öllum þakkað kærlega fyrir vel unnin störf í stjórn og skemmtilegt samstarf. Ný í stjórn eru Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta, Ragnar Ómarsson, byggingarfræðingur hjá Verkís verkfræðistofu, Kristján Arinbjarnarson, framkvæmdastjóri tækni og þjónustu hjá Íslenskum Aðalverktökum (ÍAV) og Olga Árnadóttir, verkefnistjóri umhverfismála hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Vistbyggðarráð óskar þau velkomin í stjórn og hlakkar til samstarfsins. Ljóst er að mörg spennandi verkefni eru framundan í byggingar- og skipulagsmálum á Íslandi og mikilvægt að vanda vel til verka, sérstaklega þegar kemur að því að huga að umhverfis- og lýðheilsumálum.