Skip to Content

Nýtt fræðsluefni

Útgáfa bæklingana er styrkt af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Nálgast má báða bæklingana hér. Bæklingarnir eru gefnir út á rafrænu formi. Hönnun bæklingana var í höndum Júlíusar Valdimarssonar. Vistbyggðarráð hefur nú gefið út tvo nýja bæklinga. Annar þeirra fjallar um híbýli og heilsu, þar sem farið er yfir helstu áhrifavalda bygginga á heilsu manna og svo kosti vistvænna bygginga. Í hinum bæklingnum, Efnisgæði, er farið yfir helstu umhverfisvottanir á byggingarefnum, umhverfisáhrif af byggingarefnum og svo farið sérstaklega yfir einstök byggingarefni. Efnisgæða bæklingurinn er að hluta til byggður á þýðingu á norska bæklingnum "Grønn Material Guide" sem unnin var af Katharinu Bramslev og Rolf Hagen. Vistbyggðarráð þakkar Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu kærlega fyrir veittan stuðning fyrir gerð þessara bæklinga.