Skip to Content

Takk fyrir komuna á morgunspjall um Borgin sem vistkerfi og blágrænar regnvatnslausnir

Ása Lovísa Aradóttir, prófessor við Landbúnaðarháskólann, kynnti okkur fyrir borgarvistfræðinni sem fræðigrein og tengdi við sjálfbærnimarkmiðin. Ásu tókst að fá góða umræðu um hvað er sjálfbær borg og hvort að sjálfbærni hugtakið ætti við um borgir? Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta fjallaði um hvernig virka blágrænar regnvatnslausnir og sýndi okkur meðal annars skemmtilegt vidjó sem er aðgengilegt hér um hvað eru blágrænar regnvatnslausnir https://www.youtube.com/watch?v=LMq6FYiF1mo Einnig benti Halldóra á vidjó um verkefni í Enfield í London sem má finna hér https://www.youtube.com/watch?v=MLNYJ0H0H1A Halldóra fjallaði líka um Urriðaholtið og að Urriðaholtið hafi verið valið af Norrænu ráðherranefndinni sem fordæmi um hvernig hægt er að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærar borgir og samfélög. Upplýsingar um Urriðaholtið má finna hér: http://www.oneplanetnetwork.org/initiative/urridaholt-urridaholt-sustain... Íris Þórarinsdóttir tæknistjóri fráveitu frá Veitum og Snorri Sigurðsson líffræðingur hjá Reykjavíkurborg, fjölluðu svo stuttlega um verkefni sem Veitur og Reykjavíkurborg eru að vinna í sem eru eða hyggjast nýta blágrænar regnvatnslausnir. Leirtjörn í Úlfarsárdal er eitt þeirra. Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði við HÍ, fjallaði svo um rannsóknir á blágrænum regnvatnslausnum. Hrund kom inn á mikilvægi þess að vera með innviði sem eru tilbúnir til þess að takast á við breytt veðurfar vegna hnattrænnar hlýnunar. Hrund kom líka inn á hönnun á grænum þökum og mikilvægi þess að læra vel af reynslunni til þess að auka þekkingu og velgengni nýrra verkefna.