Skip to Content

Námskeið um sjálbærni í byggingariðnaði: Endurmenntun Háskóla Íslands

17/11/2017 09:00
Europe/London

https://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=250H17

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Yfirlit um sjálfbærni í byggingariðnaði: uppruni, meginstoðir, samhengi, markmiðasetning, aðferðir o.fl.
• Vistferilsgreiningar.
• Helstu umhverfisáhrif bygginga.
• Umhverfisvottanir fyrir byggingar. 
• Reynslusögur af byggingu umhverfisvænna bygginga.
• Umhverfisvænt skipulag.
• Útreikninga líftímakostnað bygginga.
• Stofnkostnað, rekstrarkostnað, viðhaldskostnað og niðurrifskostnað bygginga.
• Grunnrannsóknir á Íslandi og söfnun lykiltalna.
• Samfélagsleg áhrif sjálfbærrar hönnunar.

Ávinningur þinn:

• Aukin þekking á hugtakinu sjálfbærni í byggingariðnaði og hver sé staðan í málaflokknum á Íslandi.
• Innsýn í hvernig gera má áætlanir sem byggja á markmiðasetningum um sjálfbærni í byggingariðnaði.
• Aukin hæfni til að túlka niðurstöður um mat á sjálfbærni bygginga.
• Þekking á þeim umhverfisvottunarkerfum sem eru í boði.
• Góð yfirsýn yfir aðgerðir til þess að draga úr umhverfisáhrifum bygginga.
• Skilningur á hugtökum sem notuð eru við mat á efnahagslegri sjálfbærni bygginga.
• Aukin kunnátta í útreikningum á líftímakostnaði bygginga.
• Innsýn í aðferðir sem notaðar eru við mat á samfélagslegri sjálfbærni bygginga.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er hugsað fyrir alla þá sem hafa aðkomu að mannvirkjagerð í einkageira og hjá hinu opinbera, jafnt ráðamenn sem taka ákvarðanir um mannvirkjagerð sem stjórnendur fasteigna, hönnuði, tæknimenn og rekstraraðila og aðra áhugasama um málaflokkinn.

Kennsla:

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri Vistbyggðarráðs. Hún er orku- og umhverfisverkfræðingur frá Tækniháskólanum í Þrándheimi og hefur unnið sem ráðgjafi við Rannsóknarsetur um kolefnisjafnaðar byggingar í Noregi og við rannsóknir hjá SINTEF Byggforsk í Osló. Þá hefur hún starfað sem orkuráðgjafi hjá Náttúruverndarsamtökum Noregs.

Ragnar Ómarsson er byggingarfræðingur hjá Verkís og formaður Matsmannafélags Íslands. Hann er byggingarfræðingur frá Vitus Bering University College í Horsens í Danmörku. Síðustu misseri hefur hann starfað sem ráðgjafi grænlensku sjálfstjórnarinnar um innleiðingu á sjálfbærniferlum í hönnun og mannvirkjagerð á Grænlandi. 

Aðalheiður Atladóttir, arkitekt FAÍ, er framkvæmdastjóri og einn eiganda A2F arkitekta ehf. Hún lauk prófi í arkitektúr við RWTH Aachen í Þýskalandi og hefur unnið sem arkitekt á Íslandi og í Þýskalandi, samhliða því að kenna arkitektúr m.a. við arkitektúr- og hönnunardeild LHÍ. Aðalheiður situr í stjórn Arkitektafélags Íslands.

Bjarki Gunnar Halldórsson, arkitekt FAÍ, útskrifaðist úr Arkitektaskólanum í Árósum og starfar á VA-vinnustofu arkitekta. Hann hefur unnið á teiknistofum hér á landi og í London og komið að fjölbreytilegri flóru verkefna. Þá hefur hann sinnt ritstjórnarstörfum og verkefnum á sviði kennslu og arkitektúrs.